logo-for-printing

06. október 2023

Ný rannsóknarritgerð um miðlunarferli peningastefnunnar á Íslandi

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „Monetary transmission in Iceland: Evidence from a structural VAR model“ eftir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðing bankans og framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu. Í greininni er miðlunarferli peningastefnunnar greint með kerfisformi VAR-líkans. Niðurstöðurnar benda til þess að óvænt hækkun meginvaxta Seðlabankans leiði til tímabundins en tölfræðilega marktæks samdráttar efnahagsumsvifa, viðvarandi hækkunar á gengi krónunnar og hægfara en langvinnrar hjöðnunar verðbólgu. Áhrif og tímatafir eru áþekk og hafa fundist í sambærilegum rannsóknum erlendis. VAR-líkanið er einnig notað til að bera kennsl á aðra kerfisskelli sem drífa áfram innlenda hagsveiflu og hlutverk þeirra í þróun efnahagsmála undanfarin ár.

Nánar
12. janúar 2023

Nýtt skipurit Seðlabanka Íslands – breytingar í fjármálaeftirliti

Í dag, fimmtudaginn 12. janúar, tók gildi nýtt skipurit Seðlabanka Íslands. Breytingarnar fela í sér fækkun fagsviða sem sinna fjármálaeftirliti úr fjórum í tvö.

Nánar
07. nóvember 2019Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Seðlabankastjóri fjallar um ótroðnar lágvaxtaslóðir á peningamálafundi Viðskiptaráðs

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ávarpaði peningamálafund Viðskiptaráðs Íslands í morgun og fjallaði um ótroðnar lágvaxtaslóðir, þróun hagkerfisins á undanförnum árum og horfur í efnahagsmálum. Þá fjallaði hann um ákveðnar kerfisbreytingar sem átt hafa sér stað að undanförnu.

Nánar
17. október 2017Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2017

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2017

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem haldinn var í Washington D.C. dagana 13. og 14. október síðastliðinn. Fulltrúar Seðlabankans áttu auk þess fundi með stjórnendum og sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, auk fulltrúa fjármálastofnana og matsfyrirtækja, ásamt því að sækja ráðstefnur sem haldnar voru í tengslum við fundina.

Nánar
21. október 2016Bygging Seðlabanka Íslands

Breytingar á lögum um gjaldeyrismál

Lög um breytingar á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, tóku gildi 21. október 2016. Þau miða að losun fjármagnshafta á heimili og fyrirtæki. Þær meginbreytingar sem gerðar eru á lögunum fela í sér auknar heimildir til fjármagnshreyfinga á milli landa og gjaldeyrisviðskipta, svo og afnám tiltekinna takmarkana sem gilt hafa um fjármagnshreyfingar á milli landa og gjaldeyrisviðskipti. Hluti þeirra breytinga sem samþykktar voru taka gildi strax, en aðrar taka gildi hinn 1. janúar 2017. Seðlabanka Íslands ber jafnframt að endurskoða fjárhæðarmörk heimilda, sem gilda um tilteknar fjármagnshreyfingar á milli landa í erlendum gjaldeyri og gjaldeyrisviðskipti, í reglum bankans fyrir 1. júlí 2017

Nánar
25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vextir hækka

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's