logo-for-printing

28. október 2014

Málstofa um sjálfstæði seðlabanka

Stefán Jóhann Stefánsson
Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur, stjórnmálafræðingur og ritstjóri í Seðlabanka Íslands, fjallar um sjálfstæði seðlabanka á málstofu í Seðlabankanum í dag, þriðjudaginn 28. október kl. 15:00.

Erindi Stefáns verður byggt á meistararitgerð hans í opinberri stjórnsýslu auk greiningar á nýlegri umræðu sem átt hefur sér stað innanlands og erlendis um efnið. Farið verður yfir markmið, mælikvarða og árangur af sjálfstæði seðlabanka og nefnd helstu atriði í þróun sjálfstæðis Seðlabanka Íslands. Þar er farið yfir skref til aukins sjálfstæðis en einnig rætt um atvik og aðstæður þar sem vegið hefur verið að sjálfstæðinu. Staldrað er við það „verð“ sem seðlabankar greiða fyrir sjálfstæðið í formi aukins gegnsæis og ábyrgðarskila og spáð í framtíð sjálfstæðis seðlabanka í ljósi nýrra viðhorfa eftir fjármálahrunið, þar sem meðal annars er lögð aukin áhersla á hlutverk seðlabanka við fjármálastöðugleika.

Málstofan fer fram í fundarherberginu Sölvhóli, Seðlabanka Íslands í dag, þriðjudaginn 28. október, og hefst klukkan 15:00.
Til baka