logo-for-printing

Greiðslujöfnuður við útlönd

01. desember

3. ársfjórðungur 2021

Á þriðja ársfjórðungi 2021 var 13,1 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 50 ma.kr. betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 12,5 ma.kr. betri en á sama fjórðungi árið 2020. Halli á vöruskiptajöfnuði var 47,4 ma.kr. en 60,3 ma.kr. afgangur var af þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur skiluðu 7,9 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 7,7 ma.kr. halla.

Betri niðurstaða viðskiptajafnaðar en á sama ársfjórðungi árið 2020 skýrist aðallega af mun hagstæðari þjónustuviðskiptum um sem nemur 40,4 ma.kr. Munar þar mest um 70,5 ma.kr. hærra verðmæti útfluttrar þjónustu en verðmæti innfluttar þjónustu jókst mun minna, eða um 30,1 ma.kr. Vöruviðskipti voru lakari um sem nemur 15,3 ma.kr. Frumþáttatekjur voru 6,5 ma.kr. óhagstæðari og halli rekstrarframlaga jókst um 6,1 ma.kr.


Næsta birting: 02. mars 2022


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | bop@sedlabanki.is