logo-for-printing

Bankakerfi

22. desember

Nóvember 2021

Eignir innlánsstofnana námu 4.779,3 ma.kr. í lok nóvember og lækkuðu um 14,9 ma.kr í mánuðinum. Innlendar eignir innlánsstofnana námu 4.339,4 ma.kr. og hækkuðu um 26,4 ma.kr. Erlendar eignir námu 439,9 ma.kr. og lækkuðu um 41,3 ma.kr. Innlendar skuldir voru 3.219,2 ma.kr. og lækkuðu um 19,9 ma.kr. í nóvember. Erlendar skuldir námu 813 ma.kr. og hækkuðu um 2,9 ma.kr. Eigið fé innlánsstofnana nam 747,1 ma.kr. í lok nóvember og hækkaði um 2,2 ma.kr. í mánuðinum.

Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum námu 31,9 ma.kr. í lok nóvember, þar af voru verðtryggð lán -20,5 ma.kr., óverðtryggð lán 42,1 ma.kr., lán í erlendum gjaldmiðlum 8,7 ma.kr. og eignarleiga 1,6 ma.kr.

Ný útlán til heimila að frádregnum uppgreiðslum námu 22,5 ma.kr. í nóvember, þar af námu lán með veði í íbúð 19,6 ma.kr. sem var 334 m.kr. hærra en í október mánuði. Í nóvember voru 95% nýrra íbúðaveðlána til heimila með föstum vöxtum en 5 % með breytilegum vöxtum.


Næsta birting: 24. janúar 2022


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is