logo-for-printing

Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir

30. desember

Nóvember 2021

Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 1.231,6 ma.kr. í lok nóvember og lækkuðu um 0,9 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 185,6 ma.kr. og hækkuðu um 0,6 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 577,7 ma.kr. og hækkuðu um 5 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 468,4 ma.kr. og lækkuðu um 6,4 ma.kr.

Eignir fjárfestingarsjóða hafa hækkað um 155,7 ma.kr. á árinu eða um 27% Farið úr 421,9 ma.kr. í lok desember 2020 í 577,7 ma.kr. í lok nóvember. Hlutabréfasjóðir, sem flokkast sem fjárfestingarsjóðir, námu í lok nóvember 126,6 ma.kr. eða 22% af fjárfestingarsjóðum. Hafa þeir frá áramótum hækkað um 51,3 ma.kr. eða 41% Á því tímabili hefur fjárfesting heimila í þeim aukist um 21,5 ma.kr. og nam 45,5 ma.kr. í lok nóvember eða 36% af heildarfjárfestingu í þeim sjóðum.

Fjöldi sjóða í lok nóvember var 220 sem skiptist í 36 verðbréfasjóði, 67 fjárfestingarsjóði og 117 fagfjárfestasjóði.


Næsta birting: 27. janúar 2022


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is