logo-for-printing

Lífeyrissjóðir

05. maí

Mars 2023

Eignir lífeyrissjóða námu 6.792,7 ma.kr. í lok mars og lækkuðu um 11,4 ma.kr. á milli mánaða. Þar af voru eignir samtryggingadeilda 6.063,8 ma.kr. og séreignadeilda 728,9 ma.kr.

Innlendar eignir lífeyrissjóða námu 4.405,7 ma.kr. og hækkuðu um 51,9 ma.kr. á milli mánaða. Innlend markaðsskuldabréf námu 2.412,6 ma.kr. og hækkuðu um 50,5 ma.kr. og innlend hlutabréf og hlutdeildarskírteini námu 1.037,3 ma.kr. og lækkuðu um 18,9 ma.kr. Útlán námu 577,5 ma.kr. og hækkuðu um 8,5 ma.kr.

Erlendar eignir lífeyrissjóða námu 2.387 ma.kr. í lok mars og lækkuðu um 63,3 ma.kr. milli mánaða. Erlend hlutabréf og hlutdeildarskírteini námu 2.293,7 ma.kr. og lækkuðu um 60,9 ma.kr. og innlán í erlendum innlánsstofnunum lækkuðu um 1,4 ma.kr. og námu 8,3 ma.kr.

Hrein eign lífeyrissjóða nam 6.778,3 ma.kr. í lok mars.


Næsta birting: 07. júní 2023


Umsjón

Gagnaþjónusta | adstod@sedlabanki.is