Lífeyrissjóðir, vörsluaðilar séreignarsparnaðar, allir verðbréfasjóðir og sérhæfðir sjóðir skulu senda upplýsingar um fjárfestingar sínar til Seðlabanka Íslands, í samræmi við 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, 60. gr. laga nr. 116/2021, um verðbréfasjóði og 6. mgr. 48. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Tilgangurinn er sá að hafa eftirlit með fjárfestingum með hliðsjón af fjárfestingarheimildum og samþykktri fjárfestingarstefnu.
Útbúið hefur verið XML Schema sem innsend gögn á XML formi verða að passa við (e. validate). Frekari upplýsingar og Gagnamódel (e. Data Model) skjal varðandi ofangreint má finna undir plúsum fyrir hvern markað hér að neðan.
Frekari upplýsingar og Gagnamódel (e. Data Model) skjal varðandi ofangreint má finna undir flipum fyrir hvern markað hér á síðunni.