
Alþjóðagreiðslubankinn í Basel (BIS)
Alþjóðagreiðslubankinn í Basel Sviss (e. BIS – Bank for International Settlements) var stofnaður 1930 og er elsta alþjóðlega fjármálastofnunin í heimi. Alþjóðagreiðslubankinn í Basel er í eigu fjölmargra seðlabanka. Hann er í senn banki seðlabankanna og mikilvæg rannsókna- og greiningarstofnun á sviðum sem lúta að starfsemi seðlabanka, ekki síst peningamálum og varðandi fjármálastöðugleika. Bankinn er einnig vettvangur margháttaðs alþjóðlegs samstarfs seðlabanka og á sviði eftirlits með fjármálastarfsemi. Nægir í því sambandi að nefna undirbúning reglusetningar um eiginfjárhlutföll banka.
Seðlabanki Íslands er hluthafi í Alþjóðagreiðslubankanum í Basel. Fulltrúar Seðlabanka Íslands taka þátt í ýmsu samstarfi á vettvangi BIS.
Hér má finna tengil á vefsíðu BIS.