logo-for-printing

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD)

Efnahags- og framfarastofnunin er samstarfsvettvangur 30 aðildarríkja. Meginmarkmið OECD er að hvetja til sjálfbærs hagvaxtar og aukinna lífsgæða hjá aðildarríkjum sínum og um leið að viðhalda fjármálastöðugleika.

Efnahags- og framfarastofnunin varð til úr stofnun (e. Organisation for European Economic Co-operation OEEC ) sem var sett á laggirnar árið 1947 fyrir tilstuðlan Bandaríkjanna og Kanada til að skipuleggja Marshall-aðstoðina. OECD tók við stafsemi OEEC árið 1961 og voru aðildarríkin þá 20 talsins.

Starfsmenn Seðlabanka Íslands taka reglulega þátt í starfi ýmissa nefnda á vettvangi OECD. Meðal þeirra eru efnahagsstefnunefndin og undirnefnd hennar, fjármagnsmarkaðsnefndin og sérfræðinganefnd um lánamál opinberra aðila. Sérfræðingar OECD koma reglulega til Íslands til viðræðna við fulltrúa stjórnvalda um framvindu efnahagsmála en hliðstæðar viðræður fara fram við öll aðildarríki OECD. Í kjölfar viðræðnanna eru gefnar út skýrslur sem lýsa mati stofnunarinnar á efnahagsaðstæðum .

Hér má finna tengil á vefsíðu OECD.

Hér má finna OECD skýrslur og hagtölur um Ísland.