logo-for-printing

01. júlí 2002

Seðlabanki Íslands hættir að skrá gengi eldri gjaldmiðla evrulanda

Frá og með 1. júlí 2002 verður lögð af opinber skráning Seðlabanka Íslands á gengi gjaldmiðla þeirra landa sem hafa tekið upp evru. Þessir gjaldmiðlar eru: austurrískur skildingur, belgísk flórína, finnskt mark, franskur franki, grísk drakma, hollenskt gyllini, írskt pund, ítölsk líra, portúgalskur skúti, spænskur peseti og þýskt mark. Seðlabanki Evrópu birtir á vefsíðu sinni reiknistuðla sem notast þegar reikna þarf út gengi eldri gjaldmiðla út frá gengi evru, Þessir stuðlar eru birtir hér fyrir neðan til hægðarauka.

1 evra =  BEF 40,3399 
1 evra = DEM 1,95583 
1 evra = ESP  166,386 
1 evra = FRF  6,55957 
1 evra = IEP  0,78764 
1 evra = ITL  1936,27
1 evra = LUF 40,3399
1 evra = NLG 2,20371
1 evra = ATS  13,7603
1 evra = PTE  200,482 
1 evra = FIM  5,94573 
1 evra = GRD  340,750 

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar í síma 569-9600

 

 

Nr. 22/2002
1. júlí 2002

 

Til baka