logo-for-printing

01. desember 2003

Greiðslujöfnuður við útlönd á 3. ársfjórðungi 2003 og erlend staða þjóðarbúsins

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var 13,2 milljarða króna halli á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2003. Á sama tímabili í fyrra var afgangur af viðskiptum við útlönd 1,9 milljarðar króna. Viðskiptahallinn var 32,3 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2003 samanborið við 2,1 milljarðs króna halla á sama tíma 2002. Útflutningur vöru og þjónustu minnkaði á fyrstu níu mánuðum ársins um 0,8% en innflutningur jókst um 13,4% frá sama tíma í fyrra reiknað á föstu gengi . Hallinn á jöfnuði þáttatekna (launa, vaxta og arðs af fjárfestingum) og rekstrarframlögum nettó var um 15,9 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2003 sem var heldur minni halli en í fyrra.

Greiðslujöfnuður við útlönd í milljörðum króna

Júlí-

september

Janúar-

september

2002

2003

2002

2003

Viðskiptajöfnuður

1,9

-13,2

-2,1

-32,3

   Útflutningur vöru og þjónustu

80,8

79,0

236,5

217,4

   Innflutningur vöru og þjónustu

-75,6

-87,4

-222,5

-233,8

   Þáttatekjur og framlög, nettó

-3,4

-4,8

-16,1

-15,9

Fjármagnsjöfnuður

-12,3

16,9

5,7

51,0

    Fjármagnshreyfingar án forða

1,4

26,4

22,5

60,9

    Gjaldeyrisforði (- aukning)

-13,6

-9,6

-16,7

-9,8

Skekkjur og vantalið nettó

10,4

-3,7

-3,6

-18,7

Hreint fjárinnstreymi mældist 51 milljarður króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2003 og skýrist að stærstum hluta af erlendum lántökum og skuldabréfaútgáfu í útlöndum. Mestu munar um hreint fjárinnstreymi innlánsstofnana sem nam 102 milljörðum króna á þessu tímabili. Fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa nam 27,5 milljörðum króna og hafði aukist umtalsvert frá árinu áður. Önnur eignamyndun í útlöndum var mikil á fyrstu níu mánuðum ársins 2003, einkum vegna erlendra innstæðna og útlána bankanna.

 

Nokkurt fjárútstreymi varð vegna beinna fjárfestinga innlendra aðila erlendis umfram fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi.

 

Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 46,4 milljörðum króna í lok september sl. og hafði aukist um 9,6 milljarða króna á þriðja fjórðungi ársins.

Skekkjuliður greiðslujafnaðar er stór og neikvæður á fyrstu níu mánuðum ársins. Talið er að hann stafi af meira fjárútstreymi en tekist hefur að afla upplýsinga um með venjubundnum hætti. Annað hvort var meiri eignamyndun erlendis eða skuldalækkun en hér er sýnd í bráðabirgðayfirliti greiðslujafnaðar við útlönd. 

Erlendar skuldir þjóðarinnar námu 596 milljörðum króna umfram erlendar eignir í lok september sl. Hrein skuldastaða við útlönd hækkaði um 24 milljarða króna frá árslokum 2002 einkum vegna viðskiptahallans en þar á móti veldur gengishækkun krónunnar og hækkun á markaðsvirði erlendra hlutabréfa lækkun skuldastöðunnar. Með­fylgjandi yfirlit sýna ítarlegri upplýsingar um greiðslujöfnuðinn við útlönd og er­lenda stöðu þjóðarbúsins.

Mánudaginn 1. desember 2003 birtist töfluyfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu í Hagtölum Seðlabankans á heimasíðu hans: (www.sedlabanki.is).

Nánari upplýsingar veitir Jakob Gunnarsson, deildarstjóri á tölfræði­sviði Seðlabanka Íslands, í síma 569-9600.

Fréttin í heild með töflum (pdf-skjal 126kb)

Nr. 30/2003
1. desember 2003

Til baka