logo-for-printing

19. maí 2004

Breyttur samningstími í markaðsaðgerðum Seðlabanka Íslands

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur breytt reglum um viðskipti bindiskyldra lánastofnana við bankann. Í breytingunni felst að samningstími sem gildir um reglulegar markaðsaðgerðir bankans, þ.e. endurhverf viðskipti og sölu innstæðubréfa, styttist úr 14 dögum í 7 daga frá og með 1. júní n.k.

Lausafjárfyrirgreiðsla Seðlabankans við lánastofnanir hefur um árabil byggst á vikulegum uppboðum bankans á endurhverfum verðbréfaviðskiptum. Frá lokum síðasta árs hefur bankinn einnig boðið lánastofnunum að kaupa innstæðubréf í vikulegum uppboðum. Til þessa hefur samningstíminn í hvoru tveggja verið 14 dagar. Stytting hans í 7 daga ætti að auðvelda lausafjárstýringu lánastofnana. Seðlabanki Evrópu breytti reglum sínum með hliðstæðum hætti um sl. áramót.

Samráð var haft við lánastofnanir við undirbúning breytingarinnar.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóri peningamálasviðs bankans í síma 569-9600.

 

Nr. 13/2004
19. maí 2004

 

Til baka