logo-for-printing

02. desember 2004

Seðlabanki Íslands hækkar vexti

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 1 prósentu frá og með 7. desember n.k. í 8,25%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 2,95 prósentur síðan í maí sl. Í ársfjórðungsritinu Peningamálum sem bankinn birti á heimasíðu sinni í dag eru færð rök fyrir nauðsyn þess að hækka vexti nú.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar í síma 569-9600.

Nr. 34/2004
2. desember 2004

 

Til baka