logo-for-printing

07. mars 2006

Greiðslujöfnuður við útlönd á fjórða ársfjórðungi og erlend staða þjóðarbúsins í árslok 2005

Á fjórða ársfjórðungi 2005 varð 53,1 milljarðs króna halli á viðskiptum við útlönd samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands. Á sama tímabili 2004 var viðskiptahallinn 35,2 milljarðar króna. Viðskiptahallinn var samtals 164,1 milljarður króna á árinu 2005 samanborið við 85,3 milljarða króna árið áður. Útflutningur vöru og þjónustu var 12,6% meiri á árinu 2005 og innflutningur var um 38,2% meiri en á fyrra ári reiknað á föstu gengi . Halli á vöruskiptajöfnuði við útlönd nam 93 milljörðum króna og hallinn á þjónustujöfnuði var 40,2 milljarðar króna á árinu 2005. Jöfnuður þáttatekna var neikvæður um 29,1 milljarð króna 2005 samanborið við 33,2 milljarða 2004. Minni halli þáttatekna skýrist af auknum tekjum af beinum fjárfestingum erlendis þrátt fyrir aukna vaxtabyrði erlendra skulda. Rekstrarframlög til erlendra aðila voru 1,7 milljarði króna meiri en framlög erlendis frá til innlendra aðila á árinu 2005.

Nr. 8/2006
7. mars 2006

Sjá fréttina í heild með talnaefni (Pdf-skjal, 31KB) 

 

Til baka