logo-for-printing

06. júlí 2006

Seðlabanki Íslands hækkar vexti

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur frá og með 11. júlí n.k. í 13%. Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir 11. júlí n.k., daglánavextir og vextir af bundnum innstæðum um 0,5 prósentur en aðrir vextir um 0,75 prósentur. Í Peningamálum sem bankinn birtir á heimasíðu sinni eftir kl. 11 í dag eru færð rök fyrir ákvörðun bankastjórnar um að hækka vexti nú.

Bankastjórn Seðlabankans hefur jafnframt ákveðið að meta þörf fyrir frekara aðhald um miðjan ágúst n.k. og að birta tilkynningu um stýrivexti að morgni 16. ágúst.

Næsti vaxtaákvörðunardagur þar á eftir verður fimmtudagurinn 14. september í samræmi við áður birta áætlun.

 

Nr. 25/2006

6. júlí 2006

 

Til baka