logo-for-printing

04. september 2007

Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins á 2. ársfjórðungi 2007

Í dag verða birt á heimasíðu Seðlabanka Íslands bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2007 og um stöðu þjóðarbúsins í lok júní.

Viðskiptahallinn var 51 ma.kr. á öðrum fjórðungi ársins samanborið við 29 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi. Aukningin skýrist af meiri halla á vöruskiptajöfnuði sem var 31 ma.kr. samanborið við 8 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi. Hins vegar voru þjónustujöfnuður og jöfnuður þáttatekna nánast óbreyttir frá fyrsta ársfjórðungi. Helmingur þáttatekna er endurfjárfestur hagnaður Íslendinga í erlendum fyrirtækjum en á gjaldahlið vega þyngst vaxtagjöld af erlendum lántökum.

Fréttin í heild með töflu (pdf-skjal)


Nr. 16/2007
4. september 2007

Til baka