logo-for-printing

08. október 2008

Matsfyrirtækið Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir í BBB-/A-

Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri og innlendri mynt í BBB- (BBB minus) og A- (A minus).

Lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt er lækkuð í F3 og landseinkunnin (e. country ceiling) lækkuð í BBB-.  Allar lánshæfiseinkunnirnar eru áfram á neikvæðum horfum (e. Rating watch Negative).

Fréttatilkynningu Fitch má nálgast hér:

Fréttatilkynning

Til baka