logo-for-printing

29. janúar 2009

Laust starf: Sérfræðingur á fjármálasviði Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir starfsmanni með þekkingu frumkvæði og áhuga á viðfangsefnum sem varða greiðslumiðlun.

Viðfangsefni fjármálasviðs lúta að öryggi og virkni fjármálastofnana og -markaða og greiningu á grunnþáttum fjármálakerfisins. Þá annast fjármálasvið verkefni bankans á sviði greiðslumiðlunar og fjárhirslur bankans heyra undir það.

Sérfræðingurinn sem auglýst er eftir hefur yfirsýn með erlendri greiðslumiðlun á Íslandi, þátttöku í samningagerð, stefnumótun og þróun á vettvangi erlendrar greiðslumiðlunar. Starfið felur í sér samskipti við erlendar og innlendar fjármálastofnanir auk alþjóðlegra stofnana sem hafa með höndum setningu reglna og tilmæla á sviði greiðslumiðlunar. Jafnframt felur starfið í sér þróun áhættumatstækja fyrir fjármálastöðugleika auk tölfræðilegrar úrvinnslu.

Leitað er eftir vel menntuðum einstaklingi með víðtæka þekkingu og reynslu á vettvangi greiðslumiðlunar. Auk þekkingar á uppbyggingu og fyrirkomulagi erlendrar greiðslumiðlunar hjá íslenskum fjármálastofnunum, þarf sérfræðingurinn að geta annast greiningu á stöðu og þróun á sviði greiðslumiðlunar og sett niðurstöðu þeirrar vinnu fram á vönduðu máli jafnt á íslensku og ensku í ræðu og riti á vegum bankans. Kunnátta í dönsku, sænsku eða norsku er æskileg. Samskipta- og aðlögunarhæfni eru nauðsynlegir eiginleikar í þessu starfi. Kostur er að geta hafið störf sem allra fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kr. Tómasson, aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálasviðs, í síma 569 9646. Umsóknum skal skilað fyrir 16. febrúar 2009 til rekstrarsviðs Seðlabanka Íslands.

Til baka