logo-for-printing

08. október 2009

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans 2009 í Istanbúl

Sameiginlegur ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans var haldinn dagana 6.-7. október í Istanbúl í Tyrklandi. Auk þess var haldinn fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC).

Svíþjóð gegnir formennsku í kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum árin 2008 og 2009. Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg, talaði fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefndinni.

Ársfundarræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af Erkki Liikanen, seðlabankastjóra finnska seðlabankans. Ræður fulltrúa kjördæmisins eru birtar í heild sinni hér á vefsíðum Seðlabanka Íslands, en auk þess m.a. á vefsíðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Nánari umfjöllun um ársfundinn má sjá í meðfylgjandi gögnum:

Sjá heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem fjallað er um ársfundinn: 
http://www.imf.org/external/am/2009/index.htm

Ræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefnd 2009
Anders Borg:
Ræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefnd 2009.pdf

Ársfundarræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2009
Erkki Liikanen:
Ársfundarræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2009.pdf

 

 

Til baka