logo-for-printing

21. janúar 2011

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 1/2011

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. febrúar 2011 verða vextir sem hér segir:

• Vextir á óverðtryggðum lánum lækka í 5,50% (voru 5,55%).
• Vextir á verðtryggðum lánum haldast óbreyttir og verða áfram 4,70%.
• Vextir af skaðabótakröfum lækka í 3,67% (voru 3,70%).

Grunnur dráttarvaxta (stýrivextir) hefur ekki breyst frá síðustu dráttarvaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands sem dagsett er 17. desember 2010.

Samkvæmt 6. gr. vaxtalaganna segir að auk þess að nota grunn dráttarvaxta sé fast sjö hundraðshlutaálag (7% vanefndaálag) notað við ákvörðun dráttarvaxta.

Í ljósi ofangreinds haldast dráttarvextir því óbreyttir 11,50% fyrir tímabilið 1. - 28. febrúar 2011.

Sjá nánar: Tilkynning um dráttarvexti o. fl. 01/2011 (pdf)

Til baka