logo-for-printing

20. júní 2012

Niðurstaða gjaldeyrisútboða

Hinn 22. maí 2012 bauðst Seðlabanki Íslands til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Jafnframt kallaði Seðlabanki Íslands eftir tilboðum frá aðilum sem vildu selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Útboðin tvö um kaup á evrum fóru fram á milli kl. 9:45 og 10:45 í dag. Krónukaupaútboðið fór fram á milli kl. 13:00 og 14:00. Útboðin voru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Sjá einnig skilmála Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta með síðari breytingum frá 18. nóvember 2011.

Niðurstaða útboða um kaup á evrum
Alls bárust 49 tilboð að fjárhæð 43,8 milljónir evra og var tilboðum að fjárhæð 23,7 milljónum evra tekið. Útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði (e. single price), sem var ákvarðað 245 kr. fyrir hverja evru. 
 
 
 Lykiltölur   Alls  Ríkisverðbréf  Fjárfestingarleið 
Fjöldi tilboða  49 15  34 
Heildarupphæð EUR  43,8m  26,7m  17,1m 
Tekin tilboð EUR  23,7m  6,6m  17,1m  
  

Sem greiðslu fyrir gjaldeyrinn í ríkisverðbréfaleiðinni fá fjárfestar afhent verðtryggð ríkisverðbréf RIKS 33 0321. Samtals voru seld bréf í flokknum fyrir 1,5 milljarða króna að nafnvirði.

Sem greiðslu fyrir gjaldeyrinn í fjárfestingarleiðinni fá fjárfestar íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi. Samtals voru keyptar evrur að andvirði 5,8 milljarðar króna í útboðinu.

Niðurstaða útboðs um kaup á krónum fyrir evrur
Útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði (e. single price), sem var ákvarðað 246 kr. fyrir hverja evru. Alls bárust 42 tilboð að fjárhæð 29,0 ma.kr. og var tilboðum að fjárhæð 7,5 ma.kr. tekið. 
 
Lykiltölur  Alls 
Fjöldi tilboða  42 
Heildarupphæð ma.kr.  29,0 
Tekin tilboð ma.kr.  7,5 

 

Nánari upplýsingar veitir Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri í síma 569-9600. 

Nr. 24/2012
20. júní 2012

Til baka