logo-for-printing

13. júlí 2012

Endurbætt heimasíða Seðlabanka Íslands

Endurbætt heimasíða Seðlabanka Íslands hefur nú verið birt á vefslóð bankans, www.sedlabanki.is. Heimasíðan byggir á þeirri síðu sem verið hefur í notkun til þessa, en henni fylgja þó ýmsar nýjungar og lagfæringar. Helsta nýjungin er sú að talnaefni er nú hægt að skoða myndrænt með sérstöku gagnabirtingartóli sem fyrirtækið DataMarket ehf. hefur þróað. Vefumsjónarkerfið hefur verið uppfært, en það heitir LISA Live. Advania ehf. þjónustar kerfið.

Vefur bankans er ennfremur hýstur hjá Advania.

Þess má geta að Seðlabanki Íslands setti vefsíðu í loftið í fyrsta sinn í desember 1997. Þá sagði í frétt frá bankanum að hann vildi nýta þessa nýju tækni til að sinna upplýsingaskyldu sinni og veita þeim fjölmörgu einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum, sem hafa aðgang að netinu, möguleika á að afla sér upplýsinga um bankann og starfsemi hans. Hið sama á í raun við nú, tæpum 15 árum síðar. Það má reyndar bæta því við að á vef bankans eru nú víðtækar upplýsingar um íslensk peninga- og efnahagsmál á textaformi, talnaformi og myndformi, ýmist beint á vefnum eða í faglegum og fræðilegum ritum sem eru vistuð á rafrænan máta á vefnum.

Til að skoða hinn nýja gagnabirtingarmáta er t.d. hægt að skoða verðbólgumyndina hér eða þau gögn sem eru undir Hagtölur, t.d. fjármálareikningana hér.

Til baka