logo-for-printing

17. október 2012

Standard & Poor's staðfesti óbreyttar einkunnir

Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s staðfesti í dag óbreyttar lánshæfiseinkunnir BBB-/A-3 fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar Ríkissjóðs Íslands í erlendri og innlendri mynt. Horfurnar eru áfram stöðugar.

Helstu atriði úr fréttatilkynningu Standard og Poor‘s eru í lauslegri þýðingu:

  • Að okkar mati þá hafa stofnanalegir innviðir á Íslandi bolmagn til að takast á við vandamál tengd fjármálakerfinu og efla umhverfi sem stuðlar að atvinnusköpun og sjálfbærum hagvexti.

  • Við gerum ráð fyrir því að hagvöxtur verði um 2-3 prósent á ári frá 2012 til 2015.

  • Erlendar skuldir og skuldir hins opinbera eru miklar en við gerum ráð fyrir að ríkisfjármálin haldi áfram að vera aðhaldssöm.

  • Við staðfestum lánshæfiseinkunnirnar BBB-/A-3 fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar Ríkissjóðs Íslands.

  • Í mati okkar á stöðugum horfum vegast á annars vegar batnandi aðstæður í efnahagslífi og hins vegar áhætta tengd afnámi gjaldeyrishafta á næstu árum


Sjá nánar: Tilkynning S&P.17.10.2012 (pdf)
Til baka