logo-for-printing

18. júlí 2014

S&P breytir horfum um lánshæfi Ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í jákvæðar

Hinn 18. júlí hefur matsfyrirtækið Standard & Poor‘s breytt horfunum um lánshæfi Ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs var staðfest BBB- fyrir langtímaskuldbindingar og A-3 fyrir skammtímaskuldbindingar.

Hinn 19. ágúst sl. var birt skýrsla fyrirtækisins en hana má finna hér að neðan.

Helstu niðurstöður úr fréttatilkynningu S&P:

• S&P reiknar með að hagvöxtur á landinu verði að meðaltali nálægt þremur prósentum árin 2014-2017, þar sem aukin einkaneysla er drifkraftur.
• Áætlað er að hrein skuldastaða hins opinbera lækki úr 71% af VLF 2014 í 61% árið 2017.
• Endurskoðaðar horfur endurspegla það mat að meira en þriðjungslíkur séu á því að lánshæfiseinkunn verði hækkuð innan 24 mánaða ef áframhald verður á öflugum og víðtækum hagvexti ásamt frekari bata í ríkisfjármálum.

Fréttatilkynningu Standard & Poor‘s má nálgast hér.

Skýrslu Standard & Poor's má nálgast hér.

Til baka