logo-for-printing

28. janúar 2015

Nýjar hagtölur

Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Seðlabanki Íslands birtir reglulega nýjar hagtölur hér á vefnum. Meðal nýlegra hagtalna eru tölur um bankakerfi, verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóði og um ýmis lánafyrirtæki.

Í nýjum upplýsingum um bankakerfi kemur meðal annars fram:

Heildareignir innlánsstofnana námu 3.018 ma.kr. í lok desember 2014 og lækkuðu um 128,9 ma.kr. í mánuðinum. Af heildareignum námu innlendar eignir 2.625,2 ma.kr. og lækkuðu um 59 ma.kr. í mánuðinum. Erlendar eignir innlánsstofnana námu 392,9 ma.kr. og lækkuðu um 69,9 ma.kr. í desember.

Þar kemur einnig fram að reiðufé í umferð í árslok 2014 var um 44 milljarðar króna og hafði aukist um 2,4 ma.kr. á árinu eða um 5,8%. Nýjum tíu þúsund króna seðli hefur verið tekið vel en í lok árs 2014 nam verðmæti tíu þúsund króna seðla í umferð alls 13,2 milljörðum króna og var hlutdeild hans um 28% af heildarverðmæti seðla í umferð.

Í nýjum upplýsingum um verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði kemur meðal annars fram:

Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 635,8 ma.kr. í lok desember og hækkuðu um 6,5 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 202,5 ma.kr. og lækkuðu um 8,1 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 165,8 ma.kr. og hækkuðu um 13,6 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 267,5 ma.kr. og hækkuðu um 1 ma.kr. Mestu breytingarnar eru vegna skuldabréfa-, hlutabréfa- og peningamarkaðssjóða. 

Í nýjum upplýsingum um ýmis lánafyrirtæki kemur meðal annars fram:

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.030,8 ma.kr. í lok desember og lækkuðu um rúma 11 ma.kr. á milli mánaða. Útlán og markaðsverðbréf námu 878 ma.kr. eða 85% af heildareignum, þar af námu verðtryggð skuldabréf 814 ma.kr. og lækkuðu um tæpa 9 ma.kr. Skuldir ýmissa lánafyrirtækja námu 971,4 ma.kr. sem má að mestu rekja til íbúðabréfaútgáfu sem nam 753 ma.kr. og lækkaði um 12,2 ma.kr. í mánuðinum. Eigið fé nam 59,4 ma.kr. í lok desember. 

Til baka