logo-for-printing

03. febrúar 2015

Innlendur gjaldeyrismarkaður og gjaldeyrisforði

Bygging Seðlabanka Íslands

Í upphafi hvers árs gerir Seðlabanki Íslands grein fyrir þróun á gjaldeyrismarkaði og breytingum á gjaldeyrisforða á nýliðnu ári. Meiri stöðugleiki einkenndi gjaldeyrismarkaðinn á síðasta ári heldur en árin þar á undan. Gengi krónunnar hækkaði um tæplega 2% yfir árið miðað við 11% hækkun 2013, velta jókst umtalsvert og verulegt gjaldeyrisinnstreymi varð til þess að Seðlabankinn keypti meira af gjaldeyri á millibankamarkaði en áður. Hlutdeild bankans í heildarveltu á markaðnum nam um 43% samanborið við um 12% árið áður en heildarvelta jókst um rúmlega 60% milli ára. Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 42,5 milljarða króna á árinu og var 530 milljarðar króna í árslok 2014. Í lok árs 2014 var gjaldeyrisforði að frádregnum skuldum Seðlabankans og ríkissjóðs í erlendri mynt jákvæður um 53 milljarða króna.

Sjá hér fréttina í heild:

Innlendur gjaldeyrismarkaður og gjaldeyrisforði 2014. Frétt nr. 2/2015

Til baka