logo-for-printing

11. júní 2015

Fyrirlestur Dr. Ravi Batra um ójöfnuð og efnahagskollsteypur í hátíðasal Háskóla Íslands mánudaginn 15. júní kl. 12

Bygging Seðlabanka Íslands
Dr. Ravi Batra mun í hádeginu mánudaginn 15. júní flytja fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Íslands um rannsóknir sínar á sviði samspils óhóflegs ójafnaðar og efnahagskollsteypa. Einnig mun hann fjalla um leiðir til að fyrirbyggja slíkt, með  t.d. aukinni samkeppni á markaði, og með því bæta kjör vinnandi fólks og draga úr hagsveiflum.

Fyrirlestur Dr. Ravi Batra er í boði forsætisráðuneytis, Háskóla Íslands og Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun flytja stutt ávarp á undan erindi Dr. Ravi Batra. Fundinum stýrir Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs HÍ. Fundurinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dr. Ravi Batra er prófessor í hagfræði við Southern Methodist University í Dallas. Hann er höfundur fimm alþjóðlegra metsölubóka og fjölda ritrýndra greina í þekktustu hagfræðiritum heims. Dr. Batra var í grein í Economic Enquiry í október 1978 talinn til hóps „ofurstjarna í hagfræði“ í Bandaríkjunum og Kanada. Forsætisráðherra Ítalíu veitti honum Orðu Öldungadeildar Ítalíu árið 1990 fyrir að spá réttilega fyrir um fall Sovétríkjanna fimmtán árum áður. Árið 2009 hlaut Batra viðurkenningu Pratima and Navin Doshi fyrir framlag sitt til hagfræðigreiningar.
Til baka