logo-for-printing

08. september 2015

Uppfærðar hagtölur um erlenda stöðu Seðlabankans og fleira

Bygging Seðlabanka Íslands

Í dag voru birtar uppfærðar hagtölur um erlendar eignir Seðlabanka Íslands sem námu 604,7 ma.kr. í lok ágúst. Erlendar skuldir námu 89,8 ma.kr. á sama tíma. Í gær voru birtar tölur um efnahag bankans og kom þar fram að heildareignir Seðlabankans hafi numið 1.005,5 ma.kr. í ágústlok og skuldir hafi numið 943,2 ma.kr. á sama tíma.

Nánari upplýsingar um hagtölur Seðlabankans er að finna hér

Í gær voru birtar uppfærðar tölur um fjármálareikninga fjármálafyrirtækja. Þær má finna hér.

Hér má t.d. sjá tölur um efnahag Seðlabankans.

Til baka