logo-for-printing

17. nóvember 2015

Ný rannsóknarritgerð um áhrif stýrivaxta á gengi við skilyrði fjármagnshafta

Cover of Working Paper no. 70

Út er komin rannsóknarritgerð nr. 70, „Do Interest Rates Affect the Exchange Rate under Capital Controls? An event study of Iceland’s experience with capital controls“, eftir Ágúst Arnórsson og Gylfa Zoëga. Í ritgerðinni er athugað hvort breytingar á stýrivöxtum Seðlabankans hafi haft áhrif á gengi krónunnar eftir að fjármagnshöft voru sett á.

Í rannsókninni eru bæði skoðuð áhrif af öllum breytingum á stýrivöxtum Seðlabankans á gengi krónunnar en einnig þeim breytingum sem teljast ófyrirséðar. Rannsóknin leiðir í ljós að báðar tegundir breytinga á stýrivöxtum höfðu áhrif á gengið á árinu 2009 áður en lögin um fjármagnshöft voru hert. Hins vegar verður ekki vart slíkra áhrifa eftir að lögin voru hert á árinu 2009. Á þessu tímabili voru breytingar á stýrivöxtum frekar litlar. Það er hugsanlegt að stærri breytingar á stýrivöxtum hefðu haft áhrif á gengi krónunnar eftir að lögin um fjármagnshöft voru hert.

Rannsóknarritgerðir Seðlabanka Íslands má nálgast hér: Rannsóknarritgerðir

Til baka