
09. júlí 2021
Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, þátttakandi í pallborðsumræðum um loftslagsmálin hjá Toronto Centre

Toronto Centre er sjálfstæð stofnun sem er ekki rekin í ábataskyni. Miðstöðin leggur áherslu á að árangursríkur lagarammi varðandi fjármálaeftirlit er nauðsynleg undirstaða heilbrigðs og stöðugs efnahags. Markmið stofnunarinnar er meðal annars að styðja við fjármálastöðugleika og fjármálaþjónustu sem undirstöðu með því að bjóða eftirlitsaðilum, ekki síst í þróunarlöndum, upp á hagnýt námskeið.
Sjá hér: Upptaka af pallborðsumræðunum.