logo-for-printing

29. janúar 2025

Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Bygging Seðlabanka Íslands

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Alm. Brand Forsikring A/S til danska útbús norska félagsins Gard Marine & Energy Insurance (Europe) AS. Fyrirhugðu yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dagsetta 13. janúar 2025 frá danska fjármálaeftirlitinu, Finanstilsynet.

Vátryggingatakar og vátryggðir geta skilað skriflegum athugasemdum til fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu innan eins mánaðar frá birtingu þessarar tilkynningar.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitir nánari upplýsingar ef óskað er.

 

Til baka