logo-for-printing

26.11.2008

Ísland: Lánafyrirgreiðsla - skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Í tengslum við lánafyrirgreiðslu Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 19. nóvember sl. hafa eftirfarandi skýrslur verið birtar á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og má nálgast hér. Þær eru:

  • Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem greinir frá lánafyrirgreiðslu til Íslands. Skýrslan var samin af starfsfólki sjóðsins í kjölfar viðræðna við íslensk stjórnvöld um efnahagsþróun og stefnumótun en þeim lauk 23. október 2008. Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var tilbúin 15. nóvember 2008 og styðst við þær upplýsingar sem þá voru til reiðu. Það mat sem fram kemur í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er unnið af starfsfólki sjóðsins sem tók þátt í viðræðunum við íslensk stjórnvöld og endurspeglar ekki nauðsynlega álit framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
  • Viðhengi við skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 17. nóvember, en það er áhættumat sjóðsins á lánafyrirgreiðslu til Íslands.
  • Fréttatilkynning frá framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fréttatilkynningin er samantekt og greinir frá skoðanaskiptum í framkvæmdastjórn sjóðsins þegar lánafyrirgreiðsla Íslands var tekin fyrir 19. nóvember.
  • Yfirlýsing framkvæmdastjóra skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, þ.e. fulltrúa Íslands í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Birtingarstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heimilar að markaðsviðkvæmar upplýsingar séu felldar út úr skjölum sjóðsins.

Sjá hér skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:

Skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna lánafyrirgreiðslu til Íslands.pdf

Til baka