logo-for-printing

14.09.2009

Málstofa um endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja

Málstofa verður haldin þriðjudaginn 15. september kl. 15:00 í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Aðgangur er opinn á meðan húsrúm leyfir. Gengið er inn frá Arnarhóli.

Málshefjandi er Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Erindi hans ber heitið „Endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja í kjölfar kerfislægrar fjármálakreppu“.

Endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja í kjölfar kerfislægrar fjármálakreppu (glærur)

Ágrip:
Endurskipulag skulda heimila og fyrirtækja er meðal brýnustu en jafnframt vandasömustu úrlausnarefna sem lönd standa frammi fyrir í kjölfar kerfislægrar fjármálakreppu. Á málstofunni verður fjallað um hvernig endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja gegnir lykilhlutverki í að skjóta styrkum stoðum undir efnahagsbata, lífvænlegt bankakerfi og samfélagslega sátt, en tímasetning, mótun og framkvæmd slíkrar endurskipulagningar sé vandasöm og aðkomu ríkisins settar skorður af svigrúmi þess til að taka á sig auknar byrðar. Fjallað verður um reynslu annarra landa af endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja og hvaða lærdóma megi draga af henni fyrir Ísland. Málstofan byggir á væntanlegri grein í ritinu Efnahagsmál.

 

Til baka