logo-for-printing

11. apríl 2005

Hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands auglýsir laust til umsóknar starf hagfræðings á hagfræðisviði bankans. Verkefni hagfræðingsins verða m.a. almennar rannsóknir, einkum á sviði peninga- og þjóðhagfræði, þátttaka í gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa bankans og tilfallandi verkefni og ráðgjöf á ábyrgðarsviðum bankans. Áskilið er a.m.k. meistarapróf í hagfræði og lögð er áhersla á að umsækjandi hafi gott vald á aðferðum til hagrannsókna og notkun hugbúnaðar til tölfræðigreiningar og hagmælinga. Umsóknum skal skilað fyrir 28. apríl 2005 til starfsmannastjóra Seðlabanka Íslands. Sjá nánar.



Til baka