logo-for-printing

30. desember 2020

Endurskoðun á gjaldmiðlavogum 2020

Gjaldmiðlavogum sem liggja til grundvallar útreikningum á vísitölum meðalgengis hefur verið breytt í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2019. Endurskoðun fór síðast fram í upphafi árs 2020. Meðfylgjandi töflur sýna nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum. Nýju vogirnar gilda frá og með 1. janúar 2021 til næstu endurskoðunar að ári.

Gjaldmiðlavogirnar eru endurskoðaðar árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður. Markmiðið er að þær endurspegli eins vel og kostur er samsetningu vöru- og þjónustuviðskipta þjóðarinnar. Val á gjaldmiðlum í vogir byggist á þriggja ára meðalhlutdeild ríkja í vöru- og þjónustuviðskiptum landsins. Helstu breytingar frá fyrri vogum eru eftirfarandi:

Þröng vöruskiptavog (A), þröng þjónustuvog (C) og þröng viðskiptavog (E):
•Engin breyting á vali gjaldmiðla

Víð vöruskiptavog (B), víð þjónustuvog (D) og víð viðskiptavog (F):
•Engin breyting á vali gjaldmiðla

Í vöruviðskiptavogum eykst vægi pólska slotsins, breska pundsins, kanadíska dalsins og dönsku krónunnar nokkuð milli ára. Á móti minnkar vægi ástralska dalsins, kínverska júansins, norsku krónunnar og japanska jensins. Helstu breytingar á þjónustuvog eru aukið vægi evrunnar en mest dregur úr vægi dönsku krónunnar og Bandaríkjadals auk þess sem vægi breska pundsins minnkar nokkuð. Viðskiptavogirnar endurspegla þessar breytingar að mestu leyti. Vægi evrunnar eykst mest milli ára en vægi Bandaríkjadals minnkar mest.

Hér eru töflur er sýna nýju vogirnar og breytingar frá fyrri vogum:

Vogir 2020
Vogir 2020
Til baka