09.02.2017

Verður Bitcoin fyrirmynd rafrænna þjóðargjaldmiðla?

Jón Helgi Egilsson og Sveinn Valfells Ph.D. verða málshefjendur á málstofu fimmtudaginn 9. febrúar næstkomandi um ofangreint efni. Málstofan hefst að þessu sinni klukkan 11:00 og er haldin í fundarsalnum Sölvhóli á fyrstu hæð í byggingu Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg í Reykjavík.

Ágrip:
Fjöldi seðlabanka, þ.á m. seðlabankar í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi, Rússlandi, Kína og Indlandi, kanna nú möguleika þess að gefa út eigin þjóðargjaldmiðil með sömu tækni og Bitcoin byggir á. Slíkir rafrænir þjóðargjaldmiðlar yrðu viðbót við annað fé sem seðlabankar gefa út. Peningamálastjórnun sem nýtir kosti og möguleika tækninnar hefur aldrei verið reynd enda tæknin ný af nálinni. Í nýútkominni skýrslu telja sérfræðingar Englandsbanka m.a. að með útgáfu rafræns þjóðargjaldmiðils í Bretlandi sé hægt að auka þjóðarframleiðslu varanlega um 3%, minnka hagsveiflur og auka fjármálastöðugleika. 


Á þessari málstofu verður farið yfir tæknilegar- og efnahagslegar forsendur Bitcoin og kynnt líkan sem lýsir efnahagslegum hvötum þess. Þá verða valdar niðurstöður rannsókna um hagfræðileg áhrif af upptöku þjóðargjaldmiðla á þessu formi ræddar auk þeirra áskorana sem seðlabankar standa frammi fyrir ef þeir vilja hagnýta þessa nýju tækni.

 

Will Bitcoin give rise to new forms of central bank money?

Seminar on the question: Will Bitcoin give rise to new forms of central bank money?

This subject will be discussed in a seminar in Sölvhóll, the conference room in the Central Bank on Thursday, February 9, at 11:00 hrs. Speakers will be Jón Helgi Egilsson and Sveinn Valfells, Ph.D.

Abstract:
A growing number of central banks, including those of Sweden, Denmark, Finland, the UK, Russia, China and India, are investigating the feasibility of issuing central bank digital currency (CBDC) using the blockchain distributed ledger technology pioneered by Bitcoin. CBDC would complement other forms of central bank money currently in circulation. A monetary regime with CBDC has never existed anywhere, mainly because the technology to make it feasible has not been available. In a recent report, researchers at the Bank of England claim that a CBDC regime could offer economic benefits; for example, it could increase output, help stabilise the business cycle, and foster financial stability.

In this workshop, we present an overview of the Bitcoin architecture and a model of the embedded economic incentives. We discuss research findings concerning CBDC to date and analyse some of the challenges central banks face in adopting blockchains.

 

Til baka