Grein um fullveldi og peningastefnu birt í nýjustu útgáfu Efnahagsmála
Ritið Efnahagsmál nr. 10 með greininni „Fullveldi og peningastefna“ eftir Arnór Sighvatsson hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Í greininni er fjallað um peningalegt fullveldi, hvernig hugmyndir um það hafa þróast í gegnum aldirnar og því verið beitt til tekjuöflunar, eflingar viðskipta eða hagstjórnar.
Þá er fjallað um takmörk peningalegs fullveldis, m.a. í ljósi óheftra fjármagnshreyfinga og alþjóðavæðingar viðskiptalífsins, hvernig þróun hagfræðikenninga hefur haft áhrif á skilning stjórnvalda og fræðimanna á hlutverki peningalegs fullveldis, togstreitu sem myndast getur á milli trúverðugleika peningastefnu og þarfar fyrir sveigjanleika í hagstjórn, valið á milli leiða samtryggingar og sjálfstryggingar og samband fullveldis og athafnafrelsis einstaklinga og fyrirtækja.
Nýtt rit um samvirkni peningalegs og fjármálalegs stöðugleika
Efnahagsmál nr. 9 með grein um „Samvirkni peningalegs og fjármálalegs stöðugleika“ eftir Þorstein Þorgeirsson hafa verið birt hér á vef Seðlabanka Íslands. Greinin er ætluð sem innlegg í faglega umræðu um stofnanalegt fyrirkomulag fjármálaeftirlits á Íslandi með áherslu á bættan árangur á sviðum peningalegs og fjármálalegs stöðugleika.
Í greininni er fjallað um hvernig þessi tvö verkefni voru í auknum mæli hugmyndafræðilega aðskilin á nýliðnum áratugum með áhrifum á stofnanagerð fjármálaeftirlits þannig að bankaeftirlit var tekið úr Seðlabanka Íslands og fært inn í sjálfstætt fjármálaeftirlit. Í framhaldinu er rakið hvernig fjármálakreppan leiddi til endurmats á hugmyndafræðinni á alþjóðavettvangi með hugmyndum um þjóðhagsvarúð og áherslu á endursameiningu þessara verkefna.
Sérstaklega er fjallað um rannsóknir sem benda til ávinnings af því að samþætta undirbúningsvinnu fyrir hinar sjálfstæðu stefnunefndir til að samræma betur stefnumótunina og auka árangur þeirra, með jákvæðum áhrifum einnig fyrir þjóðhagslegs stöðugleika. Þá er fjallað um hvernig útfæra má fjármálaeftirlit á vettvangi seðlabanka í tveggja turna líkani og helstu niðurstöður reifaðar.
8. rit: Peningastefnunefnd í sjö ár
7. rit: Fjármagnsskipan og fjárhagsleg staða 500 veltumestu fyrirtækja landsins
01. apríl 2015
Steinn Friðriksson
6. rit: Verðtrygging 101
2. desember 2013
Lúðvík Elíasson
5. rit: Ljón í vegi minnkandi atvinnuleysis
1. október 2013
Bjarni Geir Einarsson og Jósef Sigurðsson
4. rit: Hvað skuldar þjóðin?
1. febrúar 2011
Arnór Sighvatsson, Ásgeir Daníelsson, Daníel Svavarsson, Freyr Hermannsson, Gunnar Gunnarsson, Hrönn Helgadóttir, Regína Bjarnadóttir og Ríkarður Bergstað Ríkarðsson
3. rit: Forspárgildi fyrirtækjakönnunar Capacent Gallup
3. janúar 2011
Guðjón Emilsson
2. rit: Vextir og gengi þegar peningastefna er á verðbólgumarkmiði
1. desember 2010
Ásgeir Daníelsson
1. rit: Verðtrygging og peningastefna
2. febrúar 2009
Ásgeir Daníelsson