Sturla Pálsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta, sl. 20 ár, tekur við sem forstöðumaður skilavalds Seðlabanka Íslands. Haukur C. Benediktsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs, er settur framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og Flóki Halldórsson, sem gegnt hefur stöðu forstöðumanns skilavalds, er settur framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika.
Hvernig hefur peningastefnan áhrif á efnahagsumsvif og verðbólgu? Hversu langan tíma tekur fyrir þessi áhrif að koma fram og hversu mikil eru þau? Þetta eru meðal lykilspurninga við mótun peningastefnunnar á hverjum tíma. Þessum farvegum peningastefnunnar um þjóðarbúið er lýst með því sem kallað er miðlunarferli peningastefnunnar.