Mannauðsstefna
Megináherslur
Laus störf
Jafnréttismál
Það er stefna Seðlabankans að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara og réttinda fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá bankanum
Seðlabankinn leggur áherslu á að bjóða starfsmönnum sínum samkeppnishæf laun og starfskjör. Laun starfsmanna Seðlabankans eiga að endurspegla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra um þekkingu, ábyrgð og hæfni til að sinna starfinu.
Jafnréttisstofa hefur veitt Seðlabanka Íslands heimild til að nota jafnlaunamerkið. Seðlabanki Íslands hlaut formlega jafnlaunavottun 10. janúar 2019, en það er vottun um að Seðlabankinn starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Seðlabankinn er fyrsti seðlabankinn í heiminum sem hlýtur jafnlaunavottun.