Fara beint í Meginmál

Eitt af verkefnum Seðlabanka Íslands er að veita fyrirtækjum, og í sumum tilvikum einstaklingum, leyfi til að starfa á fjármálamarkaði.

Fjármálafyrirtæki getur fengið starfsleyfi sem:

  • Viðskiptabanki
  • Sparisjóður
  • Lánafyrirtæki/fjárfestingarbanki

Framangreind fyrirtæki nefnast einu nafni hér eftir lánastofnanir. Fjármálafyrirtæki getur einnig fengið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki.

Seðlabankinn veitir einnig eftirfarandi aðilum starfsleyfi:

  • Vátryggingafélögum
  • Verðbréfamiðstöðvum
  • Kauphöllum
  • Rafeyrisfyrirtækjum
  • Greiðslustofnunum
  • Rekstrarfélögum verðbréfasjóða
  • Rekstraraðilum sérhæfðra sjóða
  • Innheimtuaðilum
  • Vátryggingamiðlurum (bæði einstaklingum og lögaðilum)

Sumir aðilar eru ekki starfsleyfisskyldir hjá Seðlabankanum en eru skráningarskyldir. Þessir aðilar eru:

  • Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða undir fjárhæðarviðmiðum
  • Lánveitendur og lánamiðlarar
  • Þjónustuveitendur sýndareigna
  • Gjaldeyrisskiptaþjónusta

Starfsleyfisumsóknir og lögin sem um starfsemina gilda

Skráningarumsóknir og lögin sem um starfsemina gilda

Skráningarumsóknir
Skráningarumsóknir
Starfsemi Lög sem um starfsemina gilda
Gjaldeyrisskiptaþjónusta og þjónustuveitendur sýndareigna

Lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Lánveitendur og lánamiðlarar

Lög nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda.

Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða undir fjárhæðarviðmiðum

Lög nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.