Starfsemi án leyfis
| Starfsemi | Upplýsingar um úrræði |
|---|---|
| Fjármálafyrirtæki (viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki) | XIII og XIV. kafli laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og 8. og 9. þáttur laga nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga |
| Vátryggingafélög | VII. og XXV. kafli laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi |
| Vátryggingamiðlarar og vátryggingaumboðsmenn | XI og XIII. kafli laga nr. 62/2019, um dreifingu vátrygginga |
| Greiðslustofnanir | VII. kafli laga nr. 114/2021, um greiðsluþjónustu |
| Rafeyrisfyrirtæki | IV. kafla laga nr. 17/2013, um meðferð og útgáfu rafeyris |
| Lífeyrissjóðir | 55. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða |
| Innheimtuaðilar | 16. og 18. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 |
| Leyfisskyldir rekstraraðilar sérhæfðra sjóða | XI. kafli laga nr. 45/2020, rekstraraðila sérhæfðra sjóða |
| Rekstrarfélög verðbréfasjóða | XIII. kafli laga nr. 116/2021, um verðbréfasjóði |
Starfsemi án skráningar
| Starfsemi | Upplýsingar um úrræði |
|---|---|
Einstaklingar og lögaðilar sem starfrækja gjaldeyrisskiptaþjónustu [1] | XII. kafli laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka |
| Þjónustuveitendur sýndareigna | XII. kafli laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka |
| Lánveitendur | XVI. kafli laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda |
| Lánamiðlarar | XVI. kafli laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda |
| Skráningarskyldir rekstraraðilar sérhæfðra sjóða | XI. kafli laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða |
Ábending um starfsemi án leyfis eða skráningar
Vakni grunur um starfsemi án leyfis eða skráningar má senda inn nafnlausa ábendingu. Eftirfarandi eru leiðir til þess:
- Senda má ábendingu með því að fylla inn form
- Senda má tölvupóst á netfangið sedlabanki@sedlabanki.is
- Senda má bréfpóst á heimilisfangið Kalkofnsvegi 1, 101 Reykjavík, sem er merktur „Starfsemi án leyfis/skráningar“
Sem fyrr segir þarf sá sem sendir ábendingu ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.