14. október 2008
Sendinefnd til samninga um lán í Moskvu
Sendinefnd frá Íslandi á í viðræðum við fulltrúa stjórnvalda í Rússlandi um mögulega lánafyrirgreiðslu. Fyrir sendinefndinni fara Sigurður Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands og Steinar Þór Sveinsson deildarstjóri fjárreiðu- og eignaskrifstofu í fjármálaráðuneytinu.
Aðrir í nefndinni eru Daníel Svavarsson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, Tanya Zharov, lögfræðingur og Sigurður Ingólfsson ráðgjafi. Sendiherra Íslands í Moskvu, Benedikt Ásgeirsson, er nefndinni til aðstoðar.