
Menningarstyrkur
Tilgangur með Menningarstyrknum sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóðir hafa fengið í arf. Formaður úthlutunarnefndar er Hildur Traustadóttir en aðrir í nefndinni eru Jón Þ. Sigurgeirsson, fulltrúi menningar- og viðskiptaráðherra, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Jóhannes Nordal var seðlabankastjóri frá stofnun Seðlabanka Íslands árið 1961 og gegndi því embætti til 1993. Hann var formaður þriggja manna bankastjórnar frá 1964 til 1993. Jóhannes var fæddur árið 1924 og lést í mars 2023.

Úthlutun úr menningarsjóði tengdum nafni Jóhannesar Nordals
Í gær fór fram tólfta úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. Fimm verkefni hlutu styrk að þessu sinni.
Nánar
Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals
Auglýst er eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals og veittur er af Seðlabanka Íslands.
Nánar
Úthlutun úr menningarsjóði tengdum nafni Jóhannesar Nordals
Í gær fór fram ellefta úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. Markmið sjóðsins er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Alls bárust 16 umsóknir í ár og hlutu fjögur verkefni styrk úr sjóðnum.
Nánar
Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals
Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra, og veittur er af Seðlabanka Íslands.
Nánar
Úthlutun úr menningarsjóði tengdum nafni Jóhannesar Nordals
Í dag fór fram tíunda úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. Markmið sjóðsins er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Alls bárust 29 umsóknir í ár og hlutu þrjú verkefni styrk úr sjóðnum.
Nánar