Fjármálaeftirlit

Eitt meginhlutverk Seðlabanka Íslands er að stuðla að traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur eftirlit með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur eða samþykktir sem um starfsemina gilda.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Fjármálaeftirlits Seðlabankans. 

Fjármálaeftirlitsnefnd

Ákvarðanir sem faldar eru Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands samkvæmt lögum og stjórnvaldsfyrirmælum skulu teknar af fjármálaeftirlitsnefnd. Nefndin getur framselt til varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits vald sitt til töku ákvarðana sem ekki teljast meiri háttar.

Nánar

Eftirlit

Meginákvæði um eftirlit Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands er að finna í III. kafla laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Auk þess er kveðið á um eftirlit og heimildir Fjármálaeftirlitsins í ýmsum lögum, reglugerðum og reglum. Fjármálaeftirlitið birtir einnig lista yfir eftirlitsskylda aðila.

Nánar

Neytendur

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum og öðrum viðskiptavinum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Nánar

Þjónustuvefur

Þjónustuvefur Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands hefur það hlutverk að auka öryggi og skilvirkni við móttöku gagna. Vefnum er ætlað að taka á móti reglubundnum gagnaskilum frá eftirlitsskyldum aðilum og að taka á móti öðrum gagnasendingum, svo sem eyðublöðum, umsóknum og tilkynningum. Hægt er að senda inn gögn í tengslum við mat á hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna og tilkynna um brot á fjárfestingarheimildum í gegnum þjónustugátt.

Nánar