Fjármálastöðugleiki

Eitt meginhlutverka Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu, öruggu og virku fjármálakerfi. Í fjármálastöðugleika felst að fjármálakerfi geti staðist áföll í efnahagslífinu og á fjármálamörkuðum, tryggt fjármagn, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti. Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynleg forsenda stöðugleika og hagvaxtar og virkrar stefnu í peningamálum. Tvisvar á ári er framkvæmd ítarleg úttekt á þjóðhagslegu umhverfi, fjármálamörkuðum og fjármálastofnunum og birt í ritinu Fjármálastöðugleiki.

Fjármálastöðugleikanefnd

Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans til að stuðla að fjármála­stöðug­leika eru teknar af fjármálastöðugleikanefnd.

Nánar

Þjóðhagsvarúð

Þjóðhagsvarúð snýr að því að varðveita stöðugleika fjármálakerfisins í heild, með því að takmarka uppsöfnun kerfisáhættu.

Nánar

Yfirsýn fjármálainnviða

Markmið yfirsýnar Seðlabankans með fjármálainnviðum eru að stuðla að öryggi, virkni og hagkvæmni kjarnainnviða íslensks fjármálakerfis. Með kjarnainnviðum eða kerfislega mikilvægum fjármálainnviðum er átt við innviði sem geta hrundið af stað og/eða breitt út kerfislega röskun til að mynda í greiðslu- eða verðbréfauppgjörskerfum.

Nánar

Skilavald

Skilavald tekur ákvarðanir um skilameðferð og beitingu skilaúrræða hjá fjármálafyrirtæki sem er á fallanda fæti, þ.e. getur ekki staðið við skuldbindingar sínar eða verulegar líkur eru á að það geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Skilavald ákvarðar einnig lágmarkshlutfall eiginfjárgrunns fjármálafyrirtækja og hæfra skuldbindinga.

Nánar