08. nóvember 2024
Breytingar á viðmiðunarmörkum fyrir tilkynningar á skortstöðum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vekur athygli á því að reglugerð nr. 1235/2024 hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda. Reglugerð þessi innleiðir breytingar á viðmiðunarmörkum fyrir tilkynningar um verulegar hreinar skortstöður í hlutabréfum sem hafa verið tekin til viðskipta á viðskiptavettvangi. Mörkin voru 0,2% en eftir breytinguna eru þau 0,1% af útgefnu hlutafé viðkomandi félags.