logo-for-printing

19. febrúar 2019Peningastefnunefnd 2018

Opinn fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis

Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður. Sautjándi fundur peningastefnunefndar með Alþingi var haldinn 21. febrúar 2019 kl 09:00. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar og Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og peningastefnunefndarmaður mættu á fundinn.

Nánar
13. febrúar 2019Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Kynning aðalhagfræðings Seðlabankans á peningastefnunni

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd, hefur haldið erindi í sex fjármálafyrirtækjum til að kynna efni Peningamála nr. 1 á þessu ári og síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar frá 6. þessa mánaðar. Fyrirtækin sem Þórarinn hélt kynningu fyrir voru Kvika, Fossar, Íslandsbanki, Arion, Landsbanki og Arctica Finance.

Nánar