logo-for-printing

25. september 2019Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Fyrirlestur seðlabankastjóra um Seðlabankann og sjávarútveginn

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flutti í morgun fyrirlestur á Sjávarútvegsdeginum, sem haldinn var í Hörpu í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtala atvinnulífsins. Í fyrirlestrinum fór seðlabankastjóri m.a. yfir þau atriði í hagsögunni sem tengjast sjávarútvegi og Seðlabankanum, ræddi um nýja stöðu sjávarútvegs í þeim efnum og um góðan árangur við að framfylgja verðbólgumarkmiði hér á landi.

Nánar
19. september 2019Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri með erindi á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga 19. september 2019

Erindi seðlabankastjóra á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og tók þátt í pallborðsumræðum. Erindi seðlabankastjóra bar titilinn „Nýr Seðlabanki - við hverju er að búast?“ og fór hann m.a. yfir áhrif alþjóðlegra fjármagnshreyfinga á skilvirkni peningastefnunnar og möguleika þjóðhagsvarúðar í að styðja við peningastefnuna.

Nánar
17. september 2019Peningastefnunefnd 2019

Opinn fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis

Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður. Átjándi fundur peningastefnunefndar með Alþingi var haldinn 19. september kl. 09:00. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, og formaður peningastefnunefndar, og Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og peningastefnunefndarmaður, mættu á fundinn.

Nánar
04. september 2019Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Fyrirlestur aðalhagfræðings hjá Félagi atvinnurekenda

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu, hélt í dag fyrirlestur hjá Félagi atvinnurekenda um þjóðarbúskap við hagsveifluskil. Þórarinn fór þar meðal annars yfir efnahagsþróun og -horfur ásamt því að fjalla um viðnámsþrótt þjóðarbúsins.

Nánar
02. september 2019Bygging Seðlabanka Íslands

Kynningar á vegum Seðlabankans á Peningamálum

Fulltrúar Seðlabanka Íslands hafa að jafnaði kynnt efni ritsins Peningamál í fjármálafyrirtækjum og víðar. Eftir útkomu Peningamála 28. ágúst sl. hafa fulltrúar bankans kynnt efni ritsins í Kviku banka, hjá verðbréfafyrirtækinu Fossum og í Arion banka. Kynningarefnið er aðgengilegt hér á vefnum, en það voru Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sem sáu um kynningarnar.

Nánar