Hagstjórn í hundrað ár – Erindi seðlabankastjóra
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóri fluttu erindi á málþingi Seðlabankans og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fimmtudaginn 21. nóvember um hagstjórn á Íslandi í hundrað ár.
NánarAðstoðarseðlabankastjóri á fundi Samiðnar
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri sótti miðstjórnarfund Samiðnar – Sambands iðnfélaga þriðjudaginn 19. nóvember. Á fundinum fór Rannveig yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi og horfur næstu ára. Rannveig ræddi einnig samspil peningastefnunnar og stöðu efnahagsmála og hvernig vaxtalækkanir undanfarinna mánaða hafa stutt við eftirspurn.
NánarKynning aðalhagfræðings á efni Peningamála
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu og meðlimur í peningastefnunefnd, hefur kynnt efni nýlegra Peningamála á fundum með starfsfólki fjármálafyrirtækja síðustu daga, þ.e. Kviku, Arion banka og Íslandsbanka. Í kynningunni fór hann meðal annars yfir áhrif viðskiptadeilu Bandaríkjanna og Kína, þróun hagvaxtar, vaxtaþróun, útlán, atvinnu, og þróun og horfur um verðbólgu.
NánarSeðlabankastjóri fjallar um ótroðnar lágvaxtaslóðir á peningamálafundi Viðskiptaráðs
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ávarpaði peningamálafund Viðskiptaráðs Íslands í morgun og fjallaði um ótroðnar lágvaxtaslóðir, þróun hagkerfisins á undanförnum árum og horfur í efnahagsmálum. Þá fjallaði hann um ákveðnar kerfisbreytingar sem átt hafa sér stað að undanförnu.
Nánar