Fjallað er um áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði hér að neðan. Einnig er sagt frá opinberri birtingu margs konar upplýsinga. Þá er hér leiðarvísir fyrir eftirlitsskylda aðila um framkvæmd vettvangsathugana. Enn fremur er hér umfjöllun um uppljóstrun, meðal annars móttöku tilkynninga og nafnleynd.
Seðlabankinn ber m.a. ábyrgð á eftirfarandi þáttum:
- Stuðlar að því að eftirlitsskyldir aðilar séu fjárhagslega heilbrigðir, þeim sé stjórnað af fagmennsku og séu meðvitaðir um áhættu í starfsemi sinni.
- Hefur eftirlit með því að eftirlitsskyldir aðilar starfi í samræmi við gildandi lög og reglur, þar á meðal að þeir stundi heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti, og bregst við frávikum á viðeigandi hátt.
- Greinir og hefur skýra yfirsýn yfir áhættuþætti í starfsemi eftirlitsskyldra aðila, vaktar mikilvæga áhrifaþætti í starfsemi þeirra og grípur til viðeigandi ráðstafana.
- Viðhefur reglulegt og framsýnt frumkvæðiseftirlit sem er áhættumiðað og byggist á áhættugreiningu og markvissri eftirlitsáætlun.
- Þróar aðferðafræði í eftirliti í samræmi við alþjóðlegar kröfur, gildandi lög og reglur og tækni á hverjum tíma.
- Gengur úr skugga um að eftirlitsskyldir aðilar séu upplýstir um eðli breytinga á lögum og reglum, þær væntingar sem að baki þeim liggja og séu í stakk búnir að mæta þeim.
- Er virkur þátttakandi í umræðu um málefni tengd bankamarkaði, lífeyrismarkaði, vátryggingastarfsemi, verðbréfamarkaði og sjóðamarkaði.
- Tekur virkan þátt í erlendu samstarfi og fylgist með alþjóðlegri þróun á eftirlitsframkvæmd.